Karalyfta

Upplýsingar

Karalyftan er palllyfta, gerð til hæðarstillingar á hlöðnum körum og brettum. Hæð lyftunnar getur annað hvort verið sjálfvirk, sem hluti af kerfi, eða handvirkt með stjórnborði starfsmanna. Karalyftan er hönnuð með möguleika á að hafa færiband fyrir karið, ofan á lyftanlegu grindinni. Áreiðanleiki er mjög mikill vegna öflugrar hönnunar. Slétt yfirborð og opin hönnun tryggja auðvelda þrif. Karalyftan sem hluti af kerfi, er alsjálfvirkt. Lágur viðhaldskostnaður ásamt vinnusparnaði og lengri líftíma á körunum vegna betri meðhöndlunar, eru lykilatriði í hönnun og smíði tækisins. Íhlutir tækisins eru úr AISI 304 ryðfríu stáli og öðrum efnum sem eru samþykkt við meðhöndlun á ílátum fyrir matvælaiðnað.

Eiginleikar

Stærð og þyngd
Utanmál   (LxBxH) Þyngd Lyftigeta Flutningur
1700 x 1900 x 3000 mm 270 kg 1.500 kg Pakkað í 20 feta gám
Aflþörf
Fæðispenna   Mótor
3 x 400 volt + N AC 50 Hz   3,0 KW