Karastaflari fyrir 660 og 460 L plastkör (botnmál 105x124cm). Tækið er hannað með það í huga að vera hluti af karakerfi. Getur staflað upp eða tekið niður stæður. Vinnur stæðuna neðan frá, lyftir öllu nema neðsta karinu og hleypir því áfram í afstöflun og í uppstöflun þá lyftir tækið upp karinu/körunum og bætir við kari undir.
Staflarinn afkastar allt að 80 körum á klst. Hámarks lyftigeta er 750kg.
Karastaflarinn er alsjálfvirkur, með góð afköst og fína skilvirkni. Lágur viðhaldskostnaður ásamt vinnusparnaði og betri ending á körunum vegna betri meðhöndlunar, eru lykilatriði í hönnun og smíði vélarinnar.
Flestir íhlutir tækisins eru úr AISI 304 ryðfríu stáli og öðrum efnum sem eru samþykkt við meðhöndlun á ílátum fyrir matvælaiðnað.