Karaþvottavél

Upplýsingar

Þvottavél fyrir 660 og 460 L kör (botnmál 105x124cm), Vélin þvær eitt kar í einu, þvottatíminn er stillanlegur en við afköst upp á 25 kör á klst er hann um 2 ½ mínúta per kar. Karaþvottavélin er alsjálfvirk, með góð afköst og fína skilvirkni. Lágur viðhaldskostnaður, lítil vatnsþörf og skilvirk orkunotkun ásamt vinnusparnaði og betri ending á körunum vegna betri meðhöndlunar, eru lykilatriði í hönnun og smíði vélarinnar. Vélin og íhlutir hennar eru úr AISI 304 ryðfríu stáli og öðrum efnum sem eru samþykkt við höndlun á ílátum fyrir matvælaiðnað.

Eiginleikar

Stærð og þyngd
Utanmál   (LxBxH) Þyngd Flutningur
2600 x 2400 x 2300  mm 1200 kg Passar í 20 feta gám
Afl- og vatnsþörf
Fæðispenna Vatnsnotkun Dæla
3 x 400 volt + N  AC 50 Hz Fyllt upp í byrjun, 500 Liter 18,5 KW
50 Amp Í keyrslu 1-2 litrar hvert kar 500 l/min við 14 bar þrýsting
Hitastýring
Bætir inn heitu vatni til að viðhalda hitastigi.