Þvottavél fyrir 660 og 460 L kör (botnmál 105x124cm), Vélin þvær eitt kar í einu, þvottatíminn er stillanlegur en við afköst upp á 25 kör á klst er hann um 2 ½ mínúta per kar.
Karaþvottavélin er alsjálfvirk, með góð afköst og fína skilvirkni. Lágur viðhaldskostnaður, lítil vatnsþörf og skilvirk orkunotkun ásamt vinnusparnaði og betri ending á körunum vegna betri meðhöndlunar, eru lykilatriði í hönnun og smíði vélarinnar.
Vélin og íhlutir hennar eru úr AISI 304 ryðfríu stáli og öðrum efnum sem eru samþykkt við höndlun á ílátum fyrir matvælaiðnað.