Karaveltari

Upplýsingar

Karaveltari fyrir 660 og 460 L plastkör (botnmál 105x124cm). Tækið er hannað með það í huga að vera hluti af karakerfi. Veltarinn er yfirleitt staðsettur við karaþvottavélina og þá öðru- eða báðu megin við hana. Karaveltarinn getur afkastað allt að 100 körum á klst. Karaveltarinn er alsjálfvirkur, með góð afköst og fína skilvirkni. Lágur viðhaldskostnaður ásamt vinnusparnaði og betri ending á körunum vegna betri meðhöndlunar, eru lykilatriði í hönnun og smíði vélarinnar. Íhlutir tækisins eru úr AISI 304 ryðfríu stáli og öðrum efnum sem eru samþykkt við höndlun á ílátum fyrir matvælaiðnað.

Eiginleikar

Stærð og þyngd
Utanmál   (LxBxH) Þyngd Flutningur
2000 x 1800 x 1600  mm 300 kg Passar í 20 feta gám
Plássþörf                         2600 x 2000 x 2400 mm    
Afl- og vatnsþörf
Fæðispenna Loftnotkun Mótor
3 x 400 volt + N  AC 50 Hz 1,5 ltr á mínútu af lofti við 6-8 bar 0,75 KW í snúning
Stýrist af öðru tæki