Karabandið er hannað fyrir full 660 og 460 L plastkör með botnmálið 105x124cm og er byggt til að þola eina stæðu af þannig körum. Tækið er hannað með það í huga að vera hluti af stærra karakerfi. Bandið tekur á móti stæðu af fullum körum og staðsetur það á réttann stað fyrir fullkarastaflarann og flytur svo kar úr honum og í karalyftu til tæmingar.
Karabandið sem hluti af kerfi, er alsjálfvirkt. Lágur viðhaldskostnaður ásamt vinnusparnaði og betri ending á körunum vegna betri meðhöndlunar, eru lykilatriði í hönnun og smíði tækisins.
Flestir íhlutir tækisins eru úr AISI 304 ryðfríu stáli og öðrum efnum sem eru samþykkt við meðhöndlun á ílátum fyrir matvælaiðnað.