Innmötunarband frá lyftu

Upplýsingar

Mötunarband sem tekur við hráefni af karahvolfara. Tækið er hannað með það í huga að vera hluti af stærra kerfi. Mötunarbandið er yfirleitt staðsettur strax eftir Karahvolfara, þeas. hvolfarinn losar á bandið. Mötunarbandið getur afkastað allt að 80 körum á klst, en það eru aðrir þættir sem ráða afköstum kerfisins. Mötunarbandið er alsjálfvirkt, með góð afköst og fína skilvirkni. Lágur viðhaldskostnaður ásamt vinnusparnaði og bætt meðhöndlun á hráefninu, eru lykilatriði í hönnun og smíði vélarinnar. Íhlutir tækisins eru úr AISI 304 ryðfríu stáli og öðrum efnum sem eru samþykkt við meðhöndlun hráefnis í matvælaiðnaði.

Eiginleikar

Stærð og þyngd
Utanmál án lappa  (LxBxH) Þyngd Flutningur
2000 x 1400 x 550  mm

(hæð án lappa)

180 kg Sendist í 20 feta gám
Aflþörf
Fæðispenna   Mótor
3 x 400 volt + N  AC 50 Hz   0,75 KW
Stýrist af öðru tæki