Færiband fyrir tómar karastæður

Upplýsingar

Karabandið er hannað fyrir 660 og 460 L plastkör með botnmálið 105x124cm og er byggt til að þola stæður af þannig körum. Tækið er hannað með það í huga að vera hluti af stærra karakerfi. Mismunandi eftir lengd tækisins, sem fer eftir óskum viðskiptavinarins og hversu margar hæðir af körum eru á bandinu, þá er misjafnt hversu mikið af körum bandið getur geymt í einu. 6m langt band eins og þetta upplýsingablað er um, getur verið með 4 kör á lengdina og allt að 6 kör á hæðina, eða allt að 24 kör. Karabandið sem hluti af kerfi, er alsjálfvirkt. Lágur viðhaldskostnaður ásamt vinnusparnaði og lengri líftíma á körunum vegna betri meðhöndlunar, eru lykilatriði í hönnun og smíði tækisins. Flestir íhlutir tækisins eru úr AISI 304 ryðfríu stáli og öðrum efnum sem eru samþykkt við meðhöndlun á ílátum fyrir matvælaiðnað.

Eiginleikar

Stærð og þyngd
Utanmál   (LxBxH) Þyngd Flutningur
6000 x 1300 x 500  mm 200 kg Pakkað í 20 feta gám
Möguleg lengd 1,5 til 7,0 m    
Aflþörf
Fæðispenna   Mótor
3 x 400 volt + N  AC 50 Hz   0,75 KW