Mötunarband sem tekur við hráefni af karahvolfara. Tækið er hannað með það í huga að vera hluti af stærra kerfi. Mötunarbandið er yfirleitt staðsettur strax eftir Karahvolfara, þeas. hvolfarinn losar á bandið.
Mötunarbandið getur afkastað allt að 80 körum á klst, en það eru aðrir þættir sem ráða afköstum kerfisins.
Mötunarbandið er alsjálfvirkt, með góð afköst og fína skilvirkni. Lágur viðhaldskostnaður ásamt vinnusparnaði og bætt meðhöndlun á hráefninu, eru lykilatriði í hönnun og smíði vélarinnar.
Íhlutir tækisins eru úr AISI 304 ryðfríu stáli og öðrum efnum sem eru samþykkt við meðhöndlun hráefnis í matvælaiðnaði.